Óveður á Austfjörðum í rúman sólarhring

3. jan. 2022 - Austurland

Eftir annasama daga hjá björgunarsveitum á landinu í byrjun árs þá skall á slæmt veður á Austfjörðum. Verkefni björgunarsveita vegna veðursins byrjuðu að kvöldi sunnudagsins þegar sveitirnar voru kallaðar út á Eskifirðir vegna bíls sem var fastur við Norðfjarðargöng. Fljótlega breytist þetta einfalda verkefni í óveðursútkall vegna ófærðar innanbæjar sem utan.

Björgunarsveitarfólk var að störfum á Eskifirði og Neskaupstað frá 18:36 til klukkan rúmlega eitt um nóttina. og sinnti fjölmörgum verkefnum aðallega vegna ófærðar. Skutla þurfti starfsfólki til og frá vinnu á samfélagslega mikilvægum vinnustöðum, fylgja sjúkrabílum milli staða ásamt því að aðstoða ökumenn bíla sem lent höfðu í vandræðum.

Verkefnin héldu áfram daginn eftir

Þegar þessum verkefnum var lokið þá fór að hvessa og var nokkuð hvasst á Austfjörðum mánudeginum 3. janúar, þá voru björgunarsveitir á stóru svæði að störfum meirihlutan af deginum vegna ófærðar og óveðursins. Flest voru verkefnin á Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði, tilkynnt var um fok á lausamunum, þakplötur að fjúka og aðstoða þurfti heilbrigðisstarfsfólk við að komast til vinnu.

Mjög hvasst var þennan daginn á Seyðisfirði og losnaði meðal annars bátur frá bryggju og vinnupallar voru við það að fjúka. Björgunarsveitir á Austfjörðum leystu hátt í 50 verkefni á rúmum sólarhring.

    Mjög hvasst var á Seyðisfirði og losnaði meðal annars bátur frá bryggju og vinnupallar voru við það að fjúka.