Óveður: Fok á Álftanesi og í Grindavík

9. jan. 2022 - Höfuðborgarsvæðið

Í gildi var gul viðvörun fram eftir nóttu vegna hvassviðris með úrkomu sem fylgdi enn einni lægðinni sem gekk yfir landið. Spáin gerði ráð fyrir því að ekkert ferðaveður yrði á suðvestur og vesturhluta landsins á meðan versta veðrið gekk yfir í skjóli nætur.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvígang sitthvoru megin við miðnætti. Annarsvegar vegna kofa sem var að fjúka á Álftanesi og þakkants sem var byrjaðu að losan á húsi í Grindavík. Í báðum tilfellum gat skapast hætta vegna braks sem byrjað var að fjúka og því voru björgunarsveitir boðaðar út til að koma böndum á brakið. Bæði verkefnin voru fljótleyst og var nóttin róleg hjá sjálfboðaliðum björgunarsveitanna.