Slasaðist á fjallgöngur norðan við Hengilinn

11. maí 2021 - Suðurland

Rétt fyrir klukkan átta voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaður út vegna konu sem hafði slasast á göngu norðan við Hengilinn, innarlega í Skeggjadal. Var þetta er annað útkallið sem barst björgunarsveitum í kvöld vegna slysa í fjalllendi. Fimm hópar frá björgunarsveitum lögðu af stað á vettvang á sexhjólum og jeppum.

Á svipuðum tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar að lenda á slysstað í Borgarfirði vegna annars útkalls og ná í konuna sem hafði slasast fyrr um kvöldið í hlíðum Kvígindisfells. Þyrlan kom stuttu síðar á vettvang við Hengilinn og gat áhöfnin híft konuna um borð og lauk því útkallinu áður en björgunarsveitarfólk kom á vettvang.