Slasaður ferðamaður við Sólheimajökul

Björgunarsveit á Vík var kölluð út undir kvöld til aðstoðar við sjúkraflutning við Sólheimajökul. Ferðamaður var slasaður á fæti við jökulsporðinn og þurfti að bera hann einhverja vegalengd að sjúkrabíl. Aðgerðin gekk vel, þar sem sjúkrabíllinn komst nær vettvangi en gert hafði verið ráð fyrir og var sjúklingurinn komin um borð í sjúkrabíl um klukkutíma eftir að útkallið barst.

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • Icelandair
  • Vodafone
  • Olís
  • Sjóvá