Tvö slys við Glym í Hvalfirði

29. júní 2022 - Vesturland

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan þrjú í dag að fossinum Glym. Kona sem var á göngu að fossinum hrasaði og slasaðist á fæti og gat ekki gengið að sjálfsdáðum. Fyrstu hópar frá björgunarsveitum voru komnir á vettvang um klukkutíma síðar og hófust handa við að hlúa að konunni sem var á ferð með nokkuð stórum göngu hóp. Í fyrstu talið að konan væri óbrotin og beðið eftir meiri mannskap til að hefjast handa við að bera konuna niður um 500 metra að stað þar sem sexhjól gat tekið við og flutt hana áfram að sjúkrabíl til frekari aðhlynningar.

Þegar fleiri hópar voru á leið á vettvang barst Neyðarlínu önnur tilkynning frá gönguleiðinni að Glym, maður hafði hrasað um 10 metra niður í gilið og var talin illa slasaður. Þá var óskað eftir frekari aðstoða frá björgunarsveitum á Vesturlandi og einnig voru sveitir kallaðar út frá höfuðborgarsvæðinu. Stuttu síðar var björgunarsveitarmaður sem var á leið í fyrra útkallið komin að manninum sem var þá minn slasaður en tlaið var og gat fylgt honum niður að bílastæði þaðan sem hann fór á eigin vegum á slysadeild.

Við frekari greiningu kom í ljós að göngukonan er að öllum líkindum öklabrotin og er björgunarsveitarfólk að bera hana niður gönguleiðina að sjúkrabíl sem mun flytja hann á spítala.