Rétt upp úr hádegi kallaði Landhelgisgæslan út sveitir frá Hólmavík og Drangsnesi vegna vélarvana báts sem var skammt frá landi vestur af Bjarnarfjarðarnesi. Óskað var eftir björgunarbátum á vettvang en nærstaddur bátur, Benni ST, kom honum til bjargar og dró hann til hafnar. Vélarvana báturinn hafði kastað út akkeri þar sem hann rak í átt að landi, björgunarbáturinn fylgdi þeim til hafnar.