Vélarvana bátur út af Barða

27. júní 2022 - Vestfirðir

Klukkan 7:27 að morgni var björgunarskipið Gísli Jóns kallað út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts. Báturinn var staddur 10 sjómílur vestur af Barða milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar, björgunarskipið sótti hann og tók í tog til Bolungarvíkur.