Vélarvana skemmtibátur norður við Álfsnes

22. apríl 2021 - Höfuðborgarsvæðið

Kallaðir voru út björgunarbátar á Höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir 18:00 á Sumardaginn fyrsta, lítill skemmtibátur með 3 um borð var vélarvana vegna bilunar á miðjum Kollafirði rak hratt að landi. Fljótlega eftir að björgunarsveitarmenn frá Kjalarnesi og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang þá rak bátinn upp í fjöru við Saltvík. Báturinn skorðaðist á milli steina og sakaði fólkið ekki. Björgunarbátur frá Slökkviliðinu koma fljótt að bátnum og voru 2 fluttir í land og ákveðið var að freista þess að draga skemmtibátinn á flot með björgunarskipi sem kom stuttu síðar frá Reykjavík. Það tókst vel og var dróg björgunarskipið bátinn í Snarfarahöfn. Aðgerðinni var lokið kl 19:00.