Landsbjargargjafir
Landsbjargargjafir eru ómissandi liður í fjáröflun björgunarsveitanna. Gjöf þín gerir okkur kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan búnað og tæki, og beinum við þínum stuðningi þangað sem hans er mest þörf hverju sinni. Þegar þú gefur ástvini þínum Landsbjargargjöf, veitir þú jafnframt björgunarsveitunum okkar bolmagn til að bjarga mannslífum!
