Árið 2022 byrjar af krafti

Höfuðborgarsvæðið

Björgunarsveitir kallaðar út einhvers staðar á landinu á hverjum degi, fyrstu tvær vikurnar

Árið hófst með hvelli hjá björgunarsveitum þegar aðeins nokkrar mínútur voru liðnar af því, sveitir voru kallaðar út til aðstoðar slökkviliðsmönnum í baráttu við gróðurelda. Á nýársdagsmorgun tóku lausamunir og þakplötur að fjúka í aftakaveðri og koma þurfti ökumönnum á fjallvegum á Norður- og Norðausturlandi til aðstoðar.

Segja má að annríki á þessum allra fyrsta degi ársins hafi gefið tóninn fyrir næstu daga því það sem af er janúar hefur verið einkar mikið að gera hjá sjálfboðaliðum okkar.

Óveður skall á Austfjörðum 3. janúar, björgunarsveitir sóttu slasaðan mann við Öxará daginn eftir og óvenju djúp lægð gekk yfir landið nokkrum dögum síðar. Auk þess liðsinntu björgunarsveitir áhöfnum vélarvana báta á Húnaflóa og við Ólafsvík.

Fyrstu tvær vikurnar

  • 0manns
    svöruðu útkalli
  • 0útköll
    hjá björgunarsveitum
  • 0verkefni
    leyst af sjálfboðaliðum

Fyrstu útköll ársins

Eins og sjá má þá hafa útköllin verið nokkuð mörg og verkefnin fjölbreytt þó flest þeirra hafi verið vegna veðurs. Hér má sjá svipmyndir frá fyrstu útköllum ársins.

    Örmagna göngumaður - Tilkynning barst Neyðarlínu klukkan 12:41 síðastliðinn þriðjudag frá örmagna göngumanni í grennd við Keili. Björgunarsveitir voru tafarlaust ræstar út og fundu manninn og félaga hans rúmum tveimur tímum síðar.
    Djúp lægð gekk yfir landið og björgunarsveitir sinntu um 100 verkefnum vegna óveðurs aðfaranótt fimmtudagsins 6. janúar. Mesta álagið var milli ellefu og tvö um nóttina.
    Hættulegar aðstæður sköpuðust á Holtavörðuheiðinni að kvöldi 16. janúar vegna hálku. Nokkrir bílar lentu utan vegar, þar á meðal stór flutningabíll fullur af fiski. Enginn slasaðist. Daginn eftir aðstoðuðu björgunarsveitir við björgun á farminum úr bílnum.
    Björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd var kallað út snemma morguns klukkan 6:29 vegna vélarvana báts á Húnaflóa. 
    Stór hluti þaks fýkur af húsi í Vestmannaeyjum. Hvassir vindstrengir gengu yfir suðurlandið 2. janúar. Björgunarsveit var kölluð út til að koma böndum á þak sem var við það að flettast af húsi.

Takk fyrir lesturinn

Við erum til fyrir þig og treystum á stuðning almennings og atvinnulífs.

Gerast Bakvörður
Árið 2022 byrjar af krafti
  • Ljósmyndir
    Frá sjálfboðaliðum í útköllum
N65° 15' 47" W-14° 0' 7"

Það er allt í lagi með mig!

Stór aurskriða féll úr Búðarárfossi og á Seyðisfjörð í desember 2020.
N64° 5' 29" W-21° 55' 10"

Tekur tíma og vinnu að ná takti saman

Í nóvember var tilkynnt um val á Afrekshundi ársins 2021, að þessu sinni var það leitarhundurinn Kolkuós Líf, sem er liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Garðabæ.
N65° 40' 57" W-18° 5' 57"

Í grunninn erum við bara fólk

Sara Ómarsdóttir vill að björgunarsveitarfólk setji sjálft sig og fjölskyldur sínar í fyrsta sæti, en er um leið þakklát fyrir „þriðju fjölskylduna“ sem studdi hana vel þegar á þurfti að halda.
N64° 50' 4" W-18° 46' 49"

30 þúsund þakkir til Bakvarða - þið vitið hver þið eruð!