Stuðningur úr öllum áttum

Vestfirðir

Með Bakvörðum í 10 ár

Bakverðir okkar koma úr öllum landshornum, eru á öllum aldri og úr öllum stéttum samfélagsins. Öll eiga þau sameignlegt að vilja standa við bakið á öflugu björgunar- og slysavarnastarfi á landinu.

Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Bakverðir urðu til hafa sjálfboðaliðar okkar tekist á við mýmörg, krefjandi verkefni í glímunni við óveður og ólgusjó. Hér getur þú séð nokkrar sögur af því hverju stuðningur úr öllum áttum getur komið til leiðar.

Án Bakvarða værum við ekki það sem við erum í dag og saman munum við halda starfinu áfram

Stuðningur Bakvarða er stór og mikilvægur þáttur í öllu okkar starfi. Þið standið með okkur í krefjandi aðstæðum, óblíðri veðráttu og ólgusjó og gerið okkur kleift að vera ávallt til taks ef á þarf að halda. Það er ómetanlegt.

Bakverðir eru hópur fjölbreyttra einstaklinga, um allt land og á öllum aldri. Hvert einasta ykkar skiptir okkur miklu máli. Án ykkar værum við ekki það sem við erum í dag.

Takk fyrir að lesa söguna

Stuðningur úr öllum áttum

Höldum áfram að gera allt sem við getum

N64° 9' 13" W-21° 56' 58"

Eftirminnilegasta útkallið mitt

N64° 19' 7" W-22° 4' 51"

Þjálfun björgunarsveitarfólks er mjög mikilvæg