Sjór og vötn
Drukknun er ein helsta dánarorsök af völdum slysa í heiminum og í langri sögu félagsins hefur það beint sjónum sínum sérstaklega að slysavörnum á sjó og við strendur landsins og síðustu ár hefur félagið einnig lagt áherslu á slysavarnir við ár, vötn, sundlaugar og náttúrulaugar.
Í samvinnu við Neyðarlínuna 112, Rauða krossinn og Endurlífgunarráð hefur verið gefið út fræðsluspjald fyrir sund- og baðstaði um endurlífgun.
Slysavarnaskóli sjómanna
Slysavarnaskóli sjómanna heldur námskeið fyrir starfandi og verðandi sjómenn um öryggis- og björgunarmál um borð í skipum og annast öryggis- og slysavarnafræðslu fyrir nemendur í skipstjórnar- og vélstjórnarnámi. Slysavarnaskóli sjómanna er í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar en hann var stofnaður árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn.