Slysavarnafélagið Landsbjörg - Æskulýðsvettvangurinn
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var stofnaður árið 2007.  Markmið ÆV er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynningar og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna.  Innan vébanda ÆV er stærsti hluti barna og ungmenna í landinu á aldrinum 6 til 25 ára. Þar eru starfandi fjölmörg félög í þéttbýli og dreifbýli um allt land, sem hafa innan sinna vébanda þúsundir sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið.
Gerast bakvörður