Landsbjörg, Slysavarnaskóli sjómanna, Samgöngustofa og landssamband smábátaeiganda minnir sjófarendur á mikilvæg öryggisatriði áður en haldið er út á sjó.
Leikarinn og sjómaðurinn, Þröstur Leó Gunnarsson, fer yfir nokkur mikilvæg atriði í myndskeiðinu fyrir neðan.
Við minnum á gátlisa Samgöngustofu þar sem er farið yfir öryggi sjófarenda og hvað skal hafa í huga. Ásamt því er ráð að hlaða niður Agga smáforritinu en það auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála hjá smábátaeigendum á stafrænan máta.