Að metta mörg hundruð munna

Suðurnes

Sjálfboðaliðar í slysavarnadeildum hafa haldið úti mötuneyti fyrir björgunarfólk við gosstöðvarnar.

Verkefni slysavarnadeilda landsins eru ekki á allra vitorði þrátt fyrir að vera órjúfanlegur hluti af starfi björgunarsveitanna. Í lengri útköllum þar sem sýnt þykir að aðgerðir standi yfir jafnvel svo dögum skipti þá eru slysavarnadeildirnar kallaðar út til að sinna matarþörf björgunarfólks og annarra viðbragðsaðila.

Í kjölfar aurflóðanna á Seyðisfirði í desember 2020 voru félagar í Slysavarnadeildinni Rán á Seyðisfirði kallaðar út og héldu þá opnu húsi í Ferjuhúsinu alla daga frá kl. 9 - 5. Þangað gat björgunarfólk og einnig bæjarbúar komið fengið að borða í hádeginu eða jafnvel bara til að fá kaffi og spjalla. Það má því segja að þar hafi bakland björgunarsveitanna einnig virkað sem sálræn hjálp á erfiðum tímum. Slysavarnadeildin á Seyðisfirði fékk svo góða aðstoð frá öðrum slysavarnadeildum á nærliggjandi fjörðum og reyndar alls staðar af landinu.

Þegar eldgos hófst svo í Geldingadölum á Reykjanesi í mars 2021 var komið að Slysavarnadeildinni Þórkötlu í Grindavík að bretta upp ermar og standa vaktina. Og það gerðu Þórkötlufélagar sannarlega með sóma. Í heilan mánuð stóðu þær smurðu, elduðu og höfðu til nesti og bakkelsi fyrir viðbragðsaðila. Eins og alltaf stukku aðrar slysavarnadeildir í nærliggjandi sveitarfélögum til og aðstoðuðu eins og hægt var.

Takk fyrir að lesa söguna

Að metta mörg hundruð munna

Hugurinn leitaði frekar til hafs en fjalla

Höldum áfram að gera allt sem við getum

N64° 9' 13" W-21° 56' 58"

Eftirminnilegasta útkallið mitt