Árið 1931 bjargaði Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík þrjátíu og átta manna áhöfn á togaranum Cap Fagnet sem strandaði undan Hraunsfjöru skammt frá Grindavík. Heimamenn höfðu fengið fluglínutækin aðeins fimm mánuðum áður og komu þau strax að góðum notum.
Á þessum hundrað árum sem eru liðin hafa björgunarsveitir bjargað á þriðja þúsund sjómanna úr sjávarháska með sambærilegum tækjum. Þrátt fyrir tækniframfarir eru fluglínutæki ómissandi verkfæri í búnaðarsafni þeirra sveita sem sinna sjóbjörgun.