Í torfæru landi geta sexhjól verið sannkölluð himnasending. Þau komast yfir ótrúlegustu fyrirstöður og hafa ferjað björgunarfólk og búnað í krefjandi verkefnum um land allt. Stundum hefur legið mikið við og þá hefur þurft að tefla ansi djarft til að sigrast á hættulegum aðstæðum.
Slæmt veður og mikill vatnavöxtur var í ám á Snæfellsnesi í nóvember 2016 þegar tvær rjúpnaskyttur skiluðu sér ekki heim. Sexhjólið var notað á óhefðbundin máta en það hjálpaði björgunarfólki til að komast yfir vatnsmiklar ár. Um 200 manns tóku þátt í aðgerðinni og tókst að lokum að koma rjúpnaskyttunum heilum heim.