Sexhjól

Vesturland

Gæfumunir Landsbjargar

Í torfæru landi geta sexhjól verið sannkölluð himnasending. Þau komast yfir ótrúlegustu fyrirstöður og hafa ferjað björgunarfólk og búnað í krefjandi verkefnum um land allt. Stundum hefur legið mikið við og þá hefur þurft að tefla ansi djarft til að sigrast á hættulegum aðstæðum.

Slæmt veður og mikill vatnavöxtur var í ám á Snæfellsnesi í nóvember 2016 þegar tvær rjúpnaskyttur skiluðu sér ekki heim. Sexhjólið var notað á óhefðbundin máta en það hjálpaði björgunarfólki til að komast yfir vatnsmiklar ár. Um 200 manns tóku þátt í aðgerðinni og tókst að lokum að koma rjúpnaskyttunum heilum heim.

,,Ég hef aldrei upplifað annað eins veður. Menn áttu erfitt með að halda áttum og stefnu.“

Sexhjól sem varð að brú

,,Ég hef aldrei upplifað annað eins veður. Menn áttu erfitt með að halda áttum og stefnu. Þú vissir aldrei hvaðan næsta vindhviða kemur,“ sagði Þór Þorsteinsson hjá björgunarsveitinni Oki í Borgarfirði sem var á ferð með þremur félögum sínum.

Þeir fundu rjúpnaskytturnar – tvo ískalda menn sem höfðu haldið kyrru fyrir. Hlúð var að þeim áður en liðsauki barst og lagt var af stað niður til byggða.

En þá kom fólkið að læk sem var orðinn að stjórfljóti. Hér voru sumir björgunarmenn að niðurlotum komnir. En þá kom til gríðarlegs samtakamáttar fjölda björgunarfólks. Sérfræðingar frá Selfossi í straumvatnsbjörgun stjórnuðu því þegar sexhjóli frá Hofsósi var stillt upp í ánni til þess að bjarga fólki sem var að niðurlotum komið yfir stórfljótið.

Að lokum tókst að bjarga mönnunum tveimur sem villtust af leið og gerði sexhjólið sannarlega gæfumuninn á meðan útkallinu stóð yfir, það á óhefðbundin máta.

Takk fyrir að lesa söguna

Sexhjól
Adam Eiður ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu.
N63° 59' 13" W-21° 57' 51"

Fjallabjörgunarbúnaður

Gæfumunir Landsbjargar
N64° 51' 26" W-23° 4' 32"

Sexhjól

Gæfumunir Landsbjargar
N65° 9' 53" W-15° 18' 26"

Starfið á hug minn allan