Sum verkefni verða ekki leyst nema hangandi úr línu og þá er eins gott að vera með rétta búnaðinn. Þegar hundurinn Ylur festist á tæplega sjö metra dýpi í þröngri sprungu reyndi bæði á reynslu og hugvitssemi björgunarfólks.
Fjallabjörgunarbúnaður var notaður og seig björgunarsveitarmaður niður í sprunguna. Ekki var auðvelt að komast að hundinum þar sem sprungan var afar þröng. Að endingu náðist að bjarga hundinum og komst Ylur í faðm eiganda að björgunaraðgerð lokinni.