Fjallabjörgunarbúnaður

Höfuðborgarsvæðið

Gæfumunir Landsbjargar

Sum verkefni verða ekki leyst nema hangandi úr línu og þá er eins gott að vera með rétta búnaðinn. Þegar hundurinn Ylur festist á tæplega sjö metra dýpi í þröngri sprungu reyndi bæði á reynslu og hugvitssemi björgunarfólks.

Fjallabjörgunarbúnaður var notaður og seig björgunarsveitarmaður niður í sprunguna. Ekki var auðvelt að komast að hundinum þar sem sprungan var afar þröng. Að endingu náðist að bjarga hundinum og komst Ylur í faðm eiganda að björgunaraðgerð lokinni.

Ég var ekki vongóður um að ná hundinum upp en það sem ég vildi alls ekki gera var að skilja hundinn eftir

Ég var ekki vongóður um að ná hundinum upp en það sem ég vildi alls ekki gera var að skilja hundinn eftir því hann var sprækur en bara erfitt að ná í hann,sagði Símon Halldórsson einn af björgunarsveitarmönnum sem náði að bjarga hundinum í mars 2024.

Línur voru settar upp og teygðu björgunarmenn eins langt niður og mögulegt var, en það nægði ekki til að ná til hundsins.

Því var gripið til þess ráðs að láta annan spotta síga með lykkju. Þegar eigandinn náði að fá Yl að standa upp á móti björgunarmanninum, tókst að smeygja lykkjunni utan um hann og draga hann upp.

Takk fyrir að lesa söguna

Fjallabjörgunarbúnaður
Adam Eiður ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu.
N63° 59' 13" W-21° 57' 51"

Fjallabjörgunarbúnaður

Gæfumunir Landsbjargar
N64° 51' 26" W-23° 4' 32"

Sexhjól

Gæfumunir Landsbjargar
N65° 9' 53" W-15° 18' 26"

Starfið á hug minn allan