Þrátt fyrir að björgunarsveitirnar hafi yfir að ráða öflugum flota farartækja nú til dags var raunin önnur áður fyrr.
Ein sögufrægustu skíði í fórum björgunarsveitanna eru skíði sem notuð voru þegar Geysir, ein glæsilegasta farþegaflugvél Íslendinga, brotlenti á Vatnajökli árið 1950.
Eftir að flugvélarinnar hafði verið saknað í rúma fjóra sólarhringa voru flestir aðstandendur og landsmenn búnir að gefa upp vonina um að finna áhöfnina á lífi. Umfangsmikil leit á sjá, lofti og landi skilaði engum árangri.
Að lokum heyrist ógreinileg morssending og fjallagarpar halda af stað í skyndi með takmarkaðan búnað til að bjarga fólkinu á miðjum jökli.