Gönguskíði

Norðurland eystra

Gæfumunir Landsbjargar

Þrátt fyrir að björgunarsveitirnar hafi yfir að ráða öflugum flota farartækja nú til dags var raunin önnur áður fyrr.

Ein sögufrægustu skíði í fórum björgunarsveitanna eru skíði sem notuð voru þegar Geysir, ein glæsilegasta farþegaflugvél Íslendinga, brotlenti á Vatnajökli árið 1950.

Eftir að flugvélarinnar hafði verið saknað í rúma fjóra sólarhringa voru flestir aðstandendur og landsmenn búnir að gefa upp vonina um að finna áhöfnina á lífi. Umfangsmikil leit á sjá, lofti og landi skilaði engum árangri.

Að lokum heyrist ógreinileg morssending og fjallagarpar halda af stað í skyndi með takmarkaðan búnað til að bjarga fólkinu á miðjum jökli.

„Þetta hefur verið gríðarlega mikið afrek. Þeir ganga rúmlega 100 kílómetra og eru á göngu í um það bil 25 tíma“

Eftir að morssendingin heyrist leggur björgunarfólk hélt af stað í skyndi frá Akureyri með takmarkaðan búnað.

Bandarísk Dakota-vél var send til að sækja áhöfn Geysis og lenti á jöklinum. Þrátt fyrir tvær tilraunir tókst henni ekki að komast á loft og áhöfnin kaus að bíða björgunarmanna fremur en að fljúga.

Þegar undir jökulrætur var komið þurfti björgunarfólk að skilja jeppana eftir og leggja upp jökulinn á skíðum. Björgunarfólkið gekk 70 til 80 kílómetra, nánast hvíldarlaust, á skíðunum til að bjarga áhöfninni.

Í kjölfarið voru stofnaðar flugbjörgunarsveitir og eru þær enn starfandi í dag víðsvegar um landið.

Takk fyrir að lesa söguna

Gönguskíði
N63° 49' 53" W-22° 23' 45"

Fluglínutæki

Gæfumunir Landsbjargar
N63° 59' 13" W-21° 57' 51"

Fjallabjörgunarbúnaður

Gæfumunir Landsbjargar
N64° 51' 26" W-23° 4' 32"

Sexhjól

Gæfumunir Landsbjargar