Með hjartað á réttum stað

Austurland

Á Íslandi eru starfræktar 95 björgunarsveitir og 37 slysavarnadeildir. Ein þeirra er Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi sem var stofnuð árið 1940 og hefur frá þeim tíma sinnt óteljandi útköllum og gegnt öflugu slysavarnastarfi. Ekki eru mörg ár liðin síðan sveitinni áskotnuðust gjafir sem nýttust til kaupa á nauðsynlegum búnaði til björgunarstarfa en að sögn félaga hennar hefur hann skipt sköpum fyrir sveitina.

Reynir Arnórsson gekk til liðs við björgunarsveitina árið 1978. Hann hefur því staðið vaktina sem slysavarnamaður og björgunarsveitarmaður samtals í hvorki meira né minna í 44 ár og hefur ekki tölu á þeim útköllum sem hann hefur sinnt á þeim tíma. Hann segir algjört lykilatriði að björgunarsveitir búi yfir nauðsynlegum búnaði til björgunarstarfa enda geti aðstæður oft verið krefjandi og erfiðar og beinlínis hættulegar. Því hafi það verið sannkölluð himnasending þegar Báru bárust erfðagjafir fyrir nokkrum árum sem nýttar voru til kaupa á björgunartækjum og -tólum og sérstakri bifreið til björgunarstarfa.

„Annar bíllinn sem við notum við störf okkar er breyttur sérstaklega til þess að ferðast í miklum snjó og eða ófærð. Hinn bíllinn nýtist til flutninga á fleiri mönnum þegar svo ber við en hann er einnig notaður sem stjórnstöð. Bílarnir skipta öllu máli til þess að við getum sinnt útköllum á sem bestan hátt því ef til dæmis fólk yfirgefur bifreið sína í vondu veðri þá er mannslíf í húfi.“

Hugsar til bræðranna með miklum hlýhug

Að sögn Reynis hafa gjafirnar því komið að verulega góðu gagni. „Já, með tilkomu þeirra var ráðist í það að kaupa þessi björgunartæki og björgunarbifreið, eins og ég segi, sem annar hefði reynst sveitinni mjög erfið kaup. Mörg af útköllum okkar eru við vandasamar aðstæður, sérstaklega vandasamar veðuraðstæð -ur þar sem snjókoma og stormar geta geisað, þar sem reynir á mannskapinn. Gjafirnar hafa því styrkt sveitina verulega.“

Hann segir að hlýhugur og þakklæti sé meðlimum sveitarinnar því efst í huga þegar þeir hugsi til þeirra sem arfleiddu félagið.

„Þetta voru bræður, Garðar og Magnús Gunnlaugur Reimarssynir hétu þeir, fæddir og uppaldir hér og báðir ókvæntir og barnslausir. Þetta voru hjálpsamir menn og með hjartað á réttum stað, eins og sést best af því að þeir skuli gefa eigur sínar í sjálfboðaliðastarf. Þeir hreinlega áttuðu sig á mikilvægi þess að hafa og reka svona sveit í litlu bæjarfélagi.“

„Já, með tilkomu þeirra var ráðist í það að kaupa þessi björgunartæki og björgunarbifreið, eins og ég segi, sem annar hefði reynst sveitinni mjög erfið kaup. "

    „Á síðasta ári aðstoðaði sveitin meðal annars við björgun þar sem bátur var í vandræðum hér úti fyrir Berufirði. Annað nýlegt dæmi um björgunaraðgerð sem sveitin tók þátt í voru björgunaraðgerðir á Seyðisfirði árið 2020 í tengslum við skriðuföllin þar. Þá fóru meðlimir sveitarinnar á vakt við eldgosið í Geldingadali, svona bara til þess að nefna nokkur dæmi,“ segir Reynir Arnórsson, félagi í Björgunar-sveitinni Báru og fyrrverandi formaður hennar, um nokkur af þeim mörgu og fjölbreyttu verkefnum sem sveitin sinnir.

Mikilvægt fyrir starfsemi sveitarinnar

Reynir segir mörg félagasamtök þurfa á hjálp að halda og fólk verði sjálft að gera upp við sig hvort það vilji styðja við þau með samskonar hætti. En eitt sé víst að slík gjöf er virkilega vel þegin og mikils metin.

„Það hefur sannarlega verið almenn ánægja með erfðagjafir Magnúsar og Garðars. Við, meðlimir sveit-arinnar, jafnt sem íbúar í bæjarfélaginu verðum þeim ævinlega þakklát og reynum að heiðra minningu þeirra; sem dæmi þá fer meðlimur úr sveitinni með kerti að leiðum þeirra beggja um hver áramót. Þannig að við gleymum bræðrunum ekki og þeirra framlagi. Þessar gjafir hafa skipt sköpum fyrir starfsemi sveitarinnar.“

Takk fyrir að lesa söguna

Með hjartað á réttum stað

Höldum áfram að gera allt sem við getum

N64° 9' 13" W-21° 56' 58"

Eftirminnilegasta útkallið mitt

N64° 19' 7" W-22° 4' 51"

Þjálfun björgunarsveitarfólks er mjög mikilvæg