Slysavarnafélagið Landsbjörg - Björgunarsveitir
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Björgunarsveitir

Björgunarsveitir landsins eru allar aðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en þær eru 93 og dreifðar um allt land. Björgunarsveitir leggja metnað sinn í að hafa góðan tækjabúnað og vel þjálfaðan mannskap. Um 4000 manns eru á vaktinni allt árið, allan sólarhringinn og eru að jafnaði um 1200 útköll á ári.

Björgunarsveitirnar starfa samkvæmt lögum um björgunarsveitir og björgunarmenn frá 1. júlí 2003, en þær skipa stórt hlutverk í hjálparliði almannavarna og er ætlað að sinna björgunarstörfum, fyrstu hjálp, verndun og gæslu.

Mikið er lagt upp úr fagmennsku, þjálfun og menntun björgunarfólks. Félagið rekur öflugan björgunarskóla sem býður mikið úrval námskeiða á breiðu sviði. Við sérhæfingu einstakra björgunarhópa á undanförnum árum hefur orðið til mikil sérþekking á margvíslegum aðstæðum sem upp kunna að koma, bæði til sjós og lands. Félagar björgunarsveitanna sækja sérþekkingu sína víða að, jafnt hér á landi sem erlendis.

Með stuðningi almennings hafa sveitirnar byggt upp öflugan tækjakost sem gerir þeim kleift að komast hvert sem er við erfiðar aðstæður.
Gerast bakvörður