Gæfumunir Landsbjargar

Í starfi sínu nota björgunarsveitirnar margskonar sérhæfðan búnað.

Búnaðurinn sem björgunarsveitirnar eiga í fórum sínum hefur skipt sköpum í björgunaraðgerðum á landi og á sjó.

Þetta eru verkfæri og tól sem hafa ráðið örlögum og jafnvel bjargað lífum.

Það er kominn tími til að Bakverðir Landsbjargar og þjóðin öll kynnist sögunum á bak við suma af þeim hlutum sem styrktarfé hefur fjármagnað í gegnum tíðina.

Fluglínutæki

Árið 1931 bjargaði Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík þrjátíu og átta manna áhöfn á togaranum Cap Fagnet sem strandaði undan Hraunsfjöru skammt frá Grindavík. Heimamenn höfðu fengið fluglínutækin aðeins fimm mánuðum áður og komu þau strax að góðum notum.

Sexhjól

Slæmt veður og mikill vatnavöxtur var í ám á Snæfellsnesi í nóvember 2016 þegar tvær rjúpnaskyttur skiluðu sér ekki heim. Sexhjólið var notað á óhefðbundin máta en það hjálpaði björgunarfólki til að komast yfir vatnsmiklar ár. Um 200 manns tóku þátt í aðgerðinni og tókst að lokum að koma rjúpnaskyttunum heilum heim.

Fjallabjörgunarbúnaður

Fjallabjörgunarbúnaður kom að góðum notum þegar björgunarsveitarmaður seig niður í djúpa sprungu til að bjarga hundi sem festist á sjö metra dýpi. Ekki var auðvelt að komast að hundinum þar sem sprungan var afar þröng. Að endingu náðist að bjarga hundinum og komst hundurinn Ylur í faðm eiganda að björgunaraðgerð lokinni.

Bakverðir gera gæfumuninn

Sjálfboðaliðar okkar eru ávallt til taks ef eitthvað bregður út af. Á meðan þjóðin treystir á björgunarsveitirnar treystum við hins vegar á Bakverði.

Sem Bakvörður gerir þú okkur kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Saman tryggjum við þannig fumlaus og fagleg vinnubrögð þegar vá stendur fyrir dyrum.