Leit og björgun

Allan ársins hring landið um kring eru meira en 5.500 sjálfboðaliðar björgunarsveitanna ávallt til taks, á nóttu sem degi ef eitthvað bregður út af. Sjálfboðaliðar fá stranga þjálfun enda eru verkefni björgunarsveita fjölbreytt, krefjandi og stundum hættuleg.

Sjóbjörgun

Sjóbjörgun er stór þáttur í starfsemi margra eininga Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sjósókn við Ísland hefur alltaf verið einn af megin atvinnuvegum okkar þó grettistaki hafi verið lyft í öryggismálum sjómanna frá stofnum Slysavarnafélags Íslands og seinna slysavarnaskóla sjómanna. Þó öryggi sjófarenda hafi verið aukið all verulega þá er áfram þörf á öflum tækjum til aðstoðar í sjávarháska.

Um 150 útköll eru á ári hverju í sjóbjörgun eða rúmlega tvö í viku í meðaltalsári hjá sjóbjörgunarsveitum félagsins. Útköllin eru ansi fjölbreytt allt frá aðstoð við vélarvana sjóför í lífbjarganir á sjó. Samstarf björgunarsveita sín á milli, samstarf við sjómenn og Landhelgisgæslu Íslands er einstaklega gott, það er ljóst að sjóbjörgun verður hluti af kjarnastarfsemi félagsins og hefur þörfin á öflum sjóbjörgunarsveitum síst minnkað þrátt fyrir aukningu á öryggi í starfsumhverfi sjómanna.

Í hverju þorpi og hverjum bæ

Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi. Því er brýnt að í hverju þorpi og í hverjum bæ sé til staðar hópur sjálfboðaliða sem bregst við af þekkingu og færni á neyðarstundu. 93 björgunarsveitir mynda þéttriðið öryggisnet um landið allt og eru sjálfboðaliðar þeirra tilbúnir að bregðast við þegar áföll dynja yfir og óhöpp gerast.

Hleður kort..

Sérþekking sem skiptir sköpum

Árlega fara björgunarsveitir í rúmlega 1.500 útköll. Í erfiðum og flóknum verkefnum getur sérþekking björgunarsveitafólks skipt sköpum. Þá reynir á hæfni eins og sjóbjörgun, rústabjörgun eða þjálfun leitarhunda.

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • ms_hvitt