Erfðagjafir

Góðverk sem seint verður fullþakkað

Íslendingar hafa allt frá upphafi staðið þétt við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Sá stuðningur hefur haft í för með sér að einstæður árangur hefur náðst í slysavarna- og björgunarstarfi á Íslandi, svo eftir er tekið um allan heim.

Íslensk lög heimila einstaklingum að ráðstafa allt að þriðjungi eigna sinna (ef skylduerfingjar eru til staðar, annars öllum eigum) til félaga eða samtaka sem erfðagjöf. Einstaklingar geta þannig valið að styðja við Slysavarnafélagið Landsbjörg með erfðagjöf eftir sinn dag. Í því felst að einstaklingur velur að ánafna arfi, að hluta til eða í heild, til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fjárhæð erfðagjafar eru engin takmörk sett. Erfðagjöf getur verið allt frá nokkur þúsund krónum upp í heilar húseignir. Það er undir þeim sem gefur komið, hvort erfðagjöf fylgi skilyrði um ráðstöfun verðmæta eða ekki.

Með hjartað á réttum stað

Á Íslandi eru starfræktar 95 björgunarsveitir og 37 slysavarnadeildir. Ein þeirra er Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi sem var stofnuð árið 1940 og hefur frá þeim tíma sinnt óteljandi útköllum og gegnt öflugu slysavarnastarfi. Ekki eru mörg ár liðin síðan sveitinni áskotnuðust gjafir sem nýttust til kaupa á nauðsynlegum búnaði til björgunarstarfa en að sögn félaga hennar hefur hann skipt sköpum fyrir sveit -ina.

Nytsamar upplýsingar

  • Erfðagjöf er ráðstöfun einstaklings í erfðaskrá á allt að þriðjungi eigna sinna (ef skylduerfingjar eru til staðar) til félags eða samtaka að eigin vali. Erfðagjafir eru undanþegnar erfðafjárskatta og renna óskiptar til þess félags sem valið er.

  • Erfðagjöf getur verið í ýmsu formi, svo sem fjármuna, húsnæðis eða annarra eigna. Allar gjafir eru vel þegnar og nýtast vel.

  • Sami einstaklingur getur gefið fleiri en eina erfðagjöf

  • Mikilvægt er að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár svo hún sé gild samkvæmt lögum.

Hugurinn leitaði frekar til hafs en fjalla

Höldum áfram að gera allt sem við getum

N64° 9' 13" W-21° 56' 58"

Eftirminnilegasta útkallið mitt

N64° 19' 7" W-22° 4' 51"

Þjálfun björgunarsveitarfólks er mjög mikilvæg

S-8° 57' 28" W-122° 3' 2"

Við verðum að vinna saman til að vera hérna

N65° 3' 20" W-13° 37' 52"

EF VIÐ LENDUM Í VESENI ER ENGUM BJARGAÐ

N64° 39' 20" W-14° 16' 57"

Með hjartað á réttum stað

S-56° 34' 24" W0° 19' 7"

Margir standa að baki hverjum björgunarsveitamanni

N63° 57' 19" W-22° 25' 16"

Brosið sem þú tekur með þér heim

N63° 53' 51" W-20° 2' 3"

Allt sem fólk gerir er betra en ekki neitt